miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti í fjórgang

8. febrúar 2017 kl. 11:00

Gífurlega spennandi keppni framundan með sterkum hestum og mörgum af bestu knöpum landsins í meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudagskvöldið 9.febrúar með keppni í fjórgangi. Mikil spenna er fyrir deildinni þetta árið eins og undanfarinn ár og mun Eiðfaxi fylgjast grannt með gangi mála og taka viðtöl við knapa og aðstandendur á mótsstað.

Mótið hefst klukkan 18:30 á setningu en keppni hefst klukkan 19:00

Til leiks eru skráðir flestir af sterkustu fjórgangs keppnishestum síðasta keppnistímabils auk fjölmargra ungra og óreyndra hesta. Ljóst er að breiddin í keppnishestum er alltaf að aukast og þegar rennt er í gegnum ráslistann má sjá afar spennandi hesta.

Af þekktum keppnishestum má nefna að Elin Holst mætir með hinn magnaða keppnishest Frama frá Ketilsstöðum, sem má segja að hafi verið stjarna íslandsmótsins á Selfossi í fyrra þar sem þau unnu m.a. fjórgang með glæsi einkunnina 8,30 í A-úrslitum. Liðsfélagi hennar, Bergur Jónsson, mætir með sína reyndu keppnishryssu Kötlu frá Ketilsstöðum. Rikjandi heimsmeistari í fjórgangi, Guðmundur Björgvinsson mætir með Straum frá Feti en hann hefur hæst farið í 7,40 í forkeppni í fjórgangi.
Jakob Svavar Sigurðsson mætir með Júlíu frá Hamarsey en þau fóru hæst í 7,73 í forkeppni á Íslandsmótinu í fyrra. Í þessum hópi má einnig nefna Hinrik Bragason og Pistill frá Litlu-Brekku, Sigurð V. Matthíasson og Arð frá Efri-Þverá, Sylvíu Sigurbjörnsdóttur og Golu frá Hofsstöðum í Garðabæ en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í b-úrslitum á Íslandsmótinu.

Mikið er um unga og lítið reynda keppnishesta sem gaman verður að fylgjast með. Árni Björn Pálsson sem hefur unnið deildina síðastliðinn 3 ár mætir til leiks með Flaum frá Sólvangi, gífurlega efnilegan fjórgangshest undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu. Þórarinn Ragnarsson mætir með Hring frá Gunnarsstöðum sem vakið hefur mikla eftirtekt síðastliðinn ár fyrir fallega framgöngu. Sigursteinn Sumarliðason mætir á enn einum hátt dæmda klárhestinum Vák frá Vatnsenda, sá er undan Mídas frá Kaldbak og Dáð frá Halldórsstöðum og gefur ætternið til kynna að þar fari lofandi keppnishestur.

Þessi upptalning er aðeins brot af þeim geysimögnuðu keppnishestum í fjórgangi sem etja munu kappi í Meistaradeild Cintamani fimmtudagskvöldið 9.febrúar í Fákaseli.

Hér er ráslistinn i heild sinni. Nr. Knapi                    Hestur                          Lið
1 Elvar Þormarsson    Flóki frá Oddhóli    Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
2 Árni Björn Pálsson   Flaumur frá Sólvangi  Top Reiter
3 Elin Holst      Frami frá Ketilsstöðum  Gangmyllan
4 Hans Þór Hilmarsson    Roði frá Syðri-Hofdölum Ganghestar / Margrétarhof
5 Guðmundur F. Björgvinsson    Straumur frá Feti  Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
6 Guðmar Þór Péturssio    Brúney frá Grafarkoti   Heimahagi
7 Ásmundur Ernir Snorrason      Frægur frá Strandarhöfði   Auðsholtshjáleiga
8 Bergur Jónsson   Katla frá Ketilsstöðum   Gangmyllan
9 Sylvía Sigurbjörnsdóttir   Gola frá Hofsstöðum   Auðsholtshjáleiga
10 Lena Zilenski    Prinsinn frá Efra-Hvoli  Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
11 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir   Óskar frá Breiðsstöðum  Ganghestar/Margrétarhof
12 Matthías Leó Matthíasson   Nanna frá Leirubakka  Top Reiter
13 Freyja Amble Gísladóttir   Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum  Gangmyllan
14 Þórarinn Ragnarsson   Hringur frá Gunnarsstöðum   Hrímnir/Export-Hestar
15 Þórdís Erla Gunnarsdóttir   Sölvi frá Auðsholtshjáleigu   Auðsholtshjáleiga
16 Eyrún Ýr Pálsdóttir      Hafrún frá Ytra-Vallholti      Hrímnir/Export-Hestar
17 Sigurbjörn Bárðarson     Hrafn frá Breiðholti í Flóa    Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
18 Hinrik Bragason     Pistill frá Litlu-Brekku    Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
19 Jakob Svavar Sigurðsson   Júlía frá Hamarsey  Top Reiter
20 Sigurður V. Matthíasson   Arður frá Efri-Þverá   Ganghestar / Margrétarhof
21 Hanna Rún Ingibergsdóttir    Mörður frá Kirkjubæ     Hrímnir/Export-Hestar
22 Sigursteinn Sumarliðason     Vákur frá Vatnsenda      Heimahagi
23 Hulda Gústafsdóttir   Valur frá Árbakka     Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
24 Davíð Jónsson    Ólína frá Skeiðvöllum     Heimahagi