fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rannsók á mati vilja og geðslags

4. nóvember 2015 kl. 11:13

Álfhildur bætti annari tíu við á yfirliti.

Hrossaræktendur beðnir um að taka þátt.

"Kæru hrossaræktendur/eigendur/þjálfarar Þessa dagana er í gangi rannsókn á mati á vilja og geðslagi í kynbótadómum í íslenskri hrossarækt, eins og áður hefur verið tilkynnt um.

Hluti af þessari rannsókn er að fá aðstandendur kynbótahrossa sem komu í dóm á árunum 2014-2015 til að leggja mat sitt á vilja og geðslag þessara hrossa í sínu daglega umhverfi. Inni á heimasíðu WorldFengs má finna tengil inn á stutta könnun sem aðstandendur eru beðnir um að fylla samviskusamlega út. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um könnunina.

Vefslóð: http://www.worldfengur.com/main.jsp

(Tengil inn á könnunina má finna í stikunni til vinstri þegar búið er að skrá sig inn)

Könnunin verður opin til miðnættis sunnudaginn 22. nóvember 2015.

Könnunin hefur verið opin síðan 12. október síðastliðinn og hefur töluverð svörun borist, en enn er þörf á fleiri svörum. Aðstandendur eru því eindregið hvattir til að finna sér tíma og taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til framþróunar í íslenskri hrossarækt.  Einungis tekur um 5 mínútur að fylla út könnunina.

 Þess ber að geta að farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og nöfn einstakra hrossa munu hvergi koma opinberlega fram. Þátttakendur eru því hvattir til að svara spurningum eins heiðarlega og kostur er og stuðla þannig að marktækum niðurstöðum rannsóknarinnar.

 Fyrirspurnir sendist á póstfangið heidrunrun@gmail.com."

Með einlægri þökk og von um gott samstarf
Heiðrún Sigurðardóttir
MSc. nemi í kynbótafræðum
við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum