miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Raggi Hilmars í Hestablaðinu

30. janúar 2013 kl. 11:53

Ragnar Hilmarsson, málarameistari, er áhugamaður í hrossarækt en hefur náð frábærum árangri.

Ragnar hefur í aldarfjórðung ræktað hross út af Nönu frá Hellu. Hann er meðal annars ræktandi stóðhestsins Konserts frá Korpu.

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, er viðtal við Ragnar Hilmarsson, málarameistara og hrossaræktana. Hann er meðal annars ræktandi Konserts frá Korpu sem í tvígang hefur orðið efstur einstaklingssýndra stóðhesta á Landsmóti.

Ragnar er áhugamaður í hrossarækt en hefur staðfastlega ræktað hross út af einni og sömu hryssunni í aldarfjórðung. Sú hét Nana frá Hellu, grá hryssa undan Hrafni frá Holtsmúla. Móðurættin er lítt þekkt og engar stjörnur þar að finna. Nú á Ragnar fjórar hvítar ræktunarhryssur undan og út af Nönu.

Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622