föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarverðlaun ársins

1. nóvember 2013 kl. 17:46

Torfunes er eina ræktunarbúið á norður og austurlandi sem er tilnefnt.

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur. Tilnefnd voru 10 bú og er Torfunes eitt af þeim búum sem tilnefnd voru.  Í Torfunesi hefur verið stunduð hrossarækt um árabil.  Hornsteinn ræktunarinnar er Toppa frá Rangá en langsflest hrossin  í ræktuninni eru útaf henni.   Aðalmarkmið ræktunarinnar  er að rækta geðgóð, fagurlega sköpuð og fjölhæf alhliða hross sem henta öllum unnendum íslenska hestsins

Eftirtalin hross fædd í Torfunesi voru sýnd í kynbótadóm 2013.

Vissa is2007266201   sköpulag 8,29      kostir 8,23      aðaleinkunn 8,26.

Verdí is2008166200    ------------- 8,04      -------- 8,07      ----------------- 8,06.

Karl   is2008166211    ------------- 8,48      -------- 7,87      ----------------- 8,11.

Pollíana is2009266210 ------------ 8,16       ------- 7,78       ---------------- 7,93.

Leistur is2008166201  ------------- 8,16       ------- 7,95       ---------------- 8,04.

Ljúfur   is2008166207  ------------- 8,04       ------- 8,50        --------------- 8,32.

Muska is2006266211 -------------- 8,48       ------- 7,82        --------------- 8,08.

Bergþóra is2006266214 ----------- 8,09       ------- 8,02        --------------- 8,05.

7 þessara hrossa eru útaf Toppu frá Rangá

Þetta er hópurinn sem tilnefning byggir á og viljum við í Torfunesi þakka öllum þeim er aðstoðuðu okkur við að gera þennan árangur svo góðan sem raun ber vitni.  Sérstakar þakkir viljum við færa Mette Mo Mannseth og Gísla Gíslasyni á Þúfum,  en þau hafa verið ráðgjafar í þjálfun, ræktun og sýningum hrossana undanfarin ár.