laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarmaður hrossaræktarfélags Spretts verður valinn

3. desember 2014 kl. 21:31

Íslandsmót mun fara fram á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts árið 2015.

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts og opinn kynningarfundur á nýrri reglugerð um velferð hrossa.

Fundurinn verður haldinn í Sprettshöllinni  þann 11. desember nk. og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kynnt kjör ræktunarmanns Hrossaræktarfélags Spretts.
Verðlaun veitt fyrir efstu hross félgasmanna; stóðhestar og hryssur eftir aldursflokkum og myndband sýnt af þeim.
Fræðsluerindi: dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast kynnir nýsetta reglugerð um velferð hrossa.
Fyrirspurnir og umræður.

Allir sem áhugasamir eru um hrossarækt og velferð hrossa eru hvattir til að mæta. Í þessari glænýju reglugerð eru fjölmörg nýmæli sem vert er að þekkja og ekki hefur verið haldinn kynningarfundur á reglugerðinni fyrr hér á höfuðborgarsvæðinu.