miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarmaður Fáks 2009

20. janúar 2010 kl. 19:15

Ræktunarmaður Fáks 2009

Rangárbakkar,  Hestamiðstöð Suðurlands gáfu Hestamannafélaginu Fáki veglegan verðlaunabikar í tilefni 80 ára afmæli félagsins og skyldi þessi bikar veitast árlega þeim Fáksmanni sem hefur ræktað og átt hæst dæmda kynbótahrossið á hverju ári. Í ár varð þess heiðurs aðnjótandi ungur og efnilegur ræktunarmaður sem á greinilega framtíðina fyrir sér í kynbótageiranum. Eyvindur Hrannar Gunnarsson ræktaði og var eigandi að Kjarna frá Auðsholtshjáleigu.

Kjarni hlaut sinn hæsta dóm 8,50 á kynbótasýningunni á Hellu í vor. Kjarni er klárhestur og fékk m.a. 9,5 fyrir tjölt, vilja og geðslag og 9,0 fyrir höfuð, bak og lend, samræmi, brokk og fegurð í reið.  Kjarni tók einnig þátt í gæðingakeppni hjá Fáki og varð í 3. Sæti í B-flokki gæðinga með 8,69 í einkunn. Síðar um sumarið var Kjarni fulltrúi Íslands í flokki 6 vetra stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Sviss. Þar stóð hann sig einnig glæsilega og varð heimsmeistari í sínum flokki.

Til hamingju Eyvindur Hrannar með þennan glæsilega ræktunarárangur.
 

Hér fyrir neðan er myndband af Þórði Þorgeirssyni sýna Kjarna á kynbótasýningu á Hellu 2009.