fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts

17. febrúar 2014 kl. 10:37

Kristinn Hugason sá um dómstörfin

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts fór fram 15. febrúar í hinni glæsilegu Reiðhöll Spretts. Forskoðun kynbótahrossa fór fram frá kl 08 – 14.50 með matarhléi í sviðaveislu Jonna.

Kristinn Hugason hefur séð um þennan atburð í áratug eða svo og ferst það ávalt vel úr hendi. Nú var mætt með 32 hross til leiks. Í heildina var þetta ágætis útkoma, einkunnir á bilinu 7.33 til 8.52. Kl. 10-10.30 kynnti Kristinn fyrir áhorfendum hvað tekið er tillit til í byggingardómum og var þá notaður við sýnikennsluna áður hátt dæmdur stóðhestur, Þrymur f. Votumýri sem fengið hefur 8.50 fyrir byggingu. Meðfylgjandi mynd er af hryssunni Þórunni frá Kjalarlandi sem var efst í flokki hryssa, sjá hér að neðan.

3 efstu í hvorum flokki urðu eftirfarandi:

Hestar:
1. IS2010180716 Ljósvaki frá Valstrýtu, rauðskjóttur, Einkunn: 8.36 F: Hákon f. Ragnheiðarstöðum, Skylda f. Hnjúkahlíð. Eigandi og ræktandi : Guðjón Árnason
2. IS2010180714 Vigri f. Valstrýtu, dökkrauður, Einkunn 8.26. F: Gári f. Auðsholtshjáleigu, M: Auðna f. Ytra-Vallholti. Eigandi og ræktandi Guðjón Árnason
3. IS2010184176 Atli f. Fornu-Söndum, jarpur, Einkunn: 8.24. F. Byr f. Mykjunesi, M: Britta f. Kirkjubæ. Eigandi og ræktandi: Axel Geirsson

Hryssur:
1. IS2009256925 Þórunn f. Kjalarlandi, rauð Einkunn: 8.52. F: Gári f. Auðsholtshjáleigu, M: Regína f. Flugumýri. Ræktandi Halla María Þórðardóttir, Eigandi Sigurður Helgi Ólafsson
2. IS2010284171 Mist f. Fornu-Söndum, brún Einkunn: 8.25. F: Byr f. Mykjunesi, M: Björk f. Norður Hvammi. Eigandi og ræktandi Axel Geirsson.
3. IS2007256451 Snædís f. Blönduósi, grá Einkunn 8.20. F: Hrymur f. Hofi, M: Iðja f. Blesastöðum 1A. Eigandi Linda B. Gunnlaugsdóttir.

Í hádeginu hélt Bergur Jónsson f. Ketilsstöðum fræðsluerindi m.a. um kynbótadóma og hrossarækt. Jón Ólafur Guðmundsson (Jonni) sá að vanda um glæsilega sviðaveislu.
Á foldasýningu var mætt með samtals 19 folöld, 10 hesta og 9 hryssur. Dómari var Bergur Jónsson og fórst það vel úr hendi. Hann gaf jafnframt vinnu sína og lagði til að í staðinn, verði tekjum af mótshaldi varið til barna og unglingastarfs í Spretti sem verður gert.

Úrslit folaldasýningar:

Hryssur:
1. IS2013281841 Fjöður f. Kelduholti, rauðstjörnótt, F: Flóki f. Flekkudal, M: Kotra f. Kotströnd. Eigandi: Stella B. Kristinsdóttir.
2. IS2013225234 Sara f. Reykjavík. rauðblesótt-sokkótt, F: Fursti f. Stóra Hofi M: Sandra f. Markarskarði. Eigandi: Rúnar Stefánsson.
3.IS2103281805 Hátíð f. Haga , rauð-tvístjörnótt. F: Framherji f. Flagbjarnarholti. M: Gjöf f. Hvoli. Eigandi: Þórunn Hannnesdóttir

Hestar:
1. IS2013180711 Spaði f. Barkarstöðum, brúnn. F: Orri f. Þúfu M: Vænting f. Hruna. Eigandi Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Petra B Mogensen
2. IS2013164001 Töfri f. Hólakoti, jarpur F: Eldar f. Efre-Holti M: Reising f. Galtanesi. Eigandi: Helena Ríkey Kristinsdóttir
3. IS2013180713 Spilari f. Valstrýtu, brúnn F: Framherji f. Flagbjarnarholti M. Fiðla f. Árnagerði. Eigandi: Guðjón Árnason.