þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarbú á LM

12. júní 2014 kl. 12:47

Árbæjarhjáleiga verður með ræktunarbú á Landsmótinu

Tvö boðsbú

Nú er það orðið ljóst hvaða bú keppa á ræktunarbússýningu á Landsmóti 2014. Ræktunarbússýning er á dagskrá á föstudagskvöldinu.

Eftirfarandi bú mæta til leiks:

Árbæjarhjáleiga 2
Dalland
Fet
Hofsstaðir í Garðabæ
Hrísdalur
Jaðar
Kirkjubær
Margrétarhof
Steinnes
Ytra-Dalsgerði
Torfunes

Að auki er ræktunarbúi ársins 2013 frá Bændasamtökunum boðið en það er búið Auðsholtshjáleiga. Keppnishestabúi LH 2013 er einnig boðið en það er búið Efri-Rauðilækur. Boðsbúin koma fram á laugardagskvöldið, ásamt sigurvegara úr símakosningu frá föstudagskvöldinu.