fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarbú ársins

2. nóvember 2019 kl. 20:51

Draupnir frá Stuðlum

Stuðlar í Ölfusi er ræktunarbú ársins 2019

 

 

Stuðlar: á árinu voru 5 hross sýnd í fullnaðardóm frá Stuðlum. Meðalaldur þeirra er 5,8 ár. Aldursleiðrétt meðaleinkunn hrossanna er 8,63. Hæst dæmda hrossið í ár er átta vetra gamall stóðhestur, Draupnir frá Stuðlum, hann hlaut fyrir sköpulag 8,74, fyrir hæfileika 8,97 og í aðaleinkunn 8,88. Ræktendur eru Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson.

Önnur hross sem telja til ræktunarverðlaunanna eru

Spaði frá Stuðlum

Sölvi frá Stuðlum

Steinar frá Stuðlum

Sigurrós frá Stuðlum