föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarbú ársins í Þýskalandi

21. apríl 2013 kl. 23:16

Ræktunarbú ársins í Þýskalandi

Íslandshestaræktunarfélagið í Þýskalandi (IPZV) úthlutaði 23. mars síðastliðin verðlaunum fyrir góðan árangur kynbótahrossa. Ræktunarbúið Lipperthof hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og hlutu Uli og Irene Reber á Lipperthof titiilinn “Ræktendur ársins”.

Þau hlutu einnig viðurkenningu fyrir Spólíant frá Lipperthof  “Ræktunarhestur ársins”. Spólíant er sonur Lykils frá Blesastöðum. Hlaut hann í maí 2012, 8,41 fyrir byggingu og 8,69 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, vilja/geð og fegurð í reið.

Spólíant hlaut jafnframt hæsta dóm sem 5 vetra hestur úr þýskri ræktun hefur hlotið til þessa. Auk þess að vera einn af  þremur hæst dæmdu hestum sem fæðst hafa í Þýskalandi.

Mynd: www.ipzv.de 

birna.eidfaxi