sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktunarbú ársins í Hestablaðinu

22. nóvember 2012 kl. 09:57

Bergur Jónsson og Olil Amble tóku við verðlaun fyrir Ræktunarbú ársins á Hrossarækt 2012. Með þeim á myndinni eru Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, og Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir

Bergur Jónsson og Olil Amble á Syðri-Gegnishólum eru ræktunarmenn ársins í annað sinn.

Bergur Jónsson og Olil Amble á Syðri-Gegnishólum eru ræktunarmenn ársins 2012. Valið kom ekki á óvart. 25 hross frá búinu komu í einstaklingsdóm og til viðbótar voru heiðursverðlaunahrossin Álfur frá Selfossi og Framkvæmd frá Ketilsstöðum sýnd til verðlauna á árinu. Þetta er í annað sinn sem Bergur og Olil hljóta þennan titil eftir að þau slógu saman hrossræktarbúum sínum. Bergur hefur lengi ræktað hross á hinu fornfræga hrossaræktarbúi Ketilsstöðum á Völlum, sem áður hefur hlotið titilinn, og Olil hefur einnig ræktað hross í áratugi, kennd við Stangarholt, Selfoss, og nú Syðri-Gegnishóla.

Lesið um Ræktunarbú ársins í Hestablaðinu. Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622.