sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun Norðurlands 2011 blásin af

22. mars 2011 kl. 21:07

Ræktun Norðurlands 2011 blásin af

Eftirfarandi tilkynning barst frá undirbúningsnefnd Ræktunar Norðurlands 2011:

"Aðstandendur stórsýningarinnar Ræktunar Norðurlands 2011 sem fram átti að fara um næstu helgi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki hafa ákveðið að fella sýninguna niður í ár. Það er mat undirbúningsnefndarinnar að ekki sé nægilegt framboða af hrossum til þess að hægt sé að bjóða upp á sýningu sem stenst þær kröfur og væntingar sem til hennar eru gerðar. Í staðinn verður lögð aukin áhersla á kynbótahrossin á sýningunni Tekið til kostanna sem haldin verður 30 apríl og stefnir því í tvíeflda stórsýningu þá.

Í vetur hefur verið mjög líflegt í hestatengdum viðburðum á Norðurlandi enda mikið úrval af frábærum hrossum og framundan eru margir stórviðburðir. Áhorfendur, knapar og hrossaeigendur hafa úr miklu að moða og má ætla að markaður fyrir reiðhallarsýningar sé einhverjum takmörkunum háður. Það er því von okkar að ákvörðun þessi mæti skilningi og leiði til þess að hestar og menn mæti öflugir til leiks á aðra viðburði reiðhallarinnar Svaðastaða."