mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun klárhrossa er áhættusöm

19. janúar 2011 kl. 14:54

Þorvaldur Árnason, kynbótafræðingur. Mynd/Áskell Þórisson

Pólitísk ákvörðun fagráðs í hrossarækt

Ræktun klárhrossa er áhættusöm. Í fyrsta lagi er ákveðin hætta á að ganghæfni minnki þegar eingöngu er valið fyrir klárhestum. Í öðru lagi minnkar erfðahópurinn og þar með úrvalið ef íslenska hrossastofninum yrði skipt í tvennt, klárhross og alhliðahross. Og í þriðja lagi eru engin veruleg andstæð erfðatengsl milli þeirra eiginleika sem eru dæmdir á kynbótasýningum fyrir íslensk hross. Klárhross hafa batnað til jafns við fimmgangshrossin. Núverandi ræktunarmarkmið er því ekki andstætt klárhrossum. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun þeirra sem stýra hrossaræktinni hvort komið verður til móts við klárhestinn með einhverjum hætti, til dæmis í verðlaunaveitingum. Það er ekki hlutverk kynbótafræðinga. Þetta segir Þorvaldur Árnason, kynbótafræðingur í Svíþjóð. Rætt er við Þorvald í Hestablaðinu, Hestar og hestamenn, sem kemur út á morgun.