mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun 2017

28. apríl 2017 kl. 23:00

Ölnir frá Akranesi LM2016.

Stórglæsilegt sýning í Fákaseli, Ert þú búinn að tryggja þér miða?

Það stefnir í svakalega veislu í Fákaseli annað kvöld, laugardagskvöldið 29.apríl enda engar smástjörnur sem mæta og ætla að sýna kosti sína.

Meðal þeirra sem sýna takta sína á gólfinu á Ræktun eru!

Valgarð frá Kirkjubæ, sem fór í gríðarháan kynbótadóm á síðasta ári, og hinn Stórglæsilegi Jökull frá Rauðalæk mæta.

Forkur frá Breiðabólstað og Draupnir frá Stuðlum slógu rækilega í gegn á síðasta ári í flokki 5.vetra stóðhesta. Forkur endaði í fyrsta sæti í þeim flokki á Landsmóti en Draupnir var hæst dæmdur það ár.

Jakob Svavar Sigurðsson kemur með Landsmótssigurvegarinn Nökkvi frá Syðra Skörðugili og einnig Skýr frá Skálakoti.

tvöfaldur landsmótssigurvegari Ölnir frá Akranesi mætir með nýjan knapa.

Síðustu ár hefur verið þétt setið á pöllunum og því vissara að vera snemma á ferðinni og tryggja sér miða í tíma því nú stefnir í mjög glæsilega sýningu .

Hægt verður að kaupa miða í forsölu til 13.00 í Baldvin og þorvaldi,Top Reiter Ögurhvarfi og Lífland Hvolsvelli og sîðan verður miðasala við innganginn í Fákaseli

Húsið opnar kl 18.00 en sýningin hefst kl 20.00.

Miðaverð er kr. 3.000. frítt fyrir 12 ára og yngri.