mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun 2014

25. apríl 2014 kl. 13:41

Nokkrar afkvæmahryssur muna prýða sýningunna

Það er óhætt að lofa frábærri kvöldstund í Fákaseli annað kvöld en enn eru að bætast rósir í hnappagat sýningarinnar. Baldvin Ari er búinn að pússa uppáhaldshrossin úr sínu hesthúsi og brunar nú suður til að leifa okkur hinum að njóta. Það er einnig von á frábærum afkvæmahópum hryssna og Heiðurshryssa Suðurlands verður krýnd sem fyrr;

Hægt er að kaupa miða í forsölu hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi en einnig verða miðar seldir við innganginn. 

 

Nokkrar afkvæmahryssur muna prýða sýningunna, til að mynda synir Brönu frá Ásmúla, afkvæmi Aríel frá Höskuldsstöðum og afkomendur Pyttlu frá Flekkudal.  Pyttla hefur sannað sig sem gæðingamóðir og vakti hin unga Stáladóttir Tálbeita verðskuldaða athygli í fyrra sumar og mun án efa gera það líka annað kvöld.

 

Eins og myndin með fréttinni gefur til kynna eru tvær skjóttar drottningar á kerrunni hjá Baldvin Ara, þær Rósalín og Randalín frá Efri-Rauðalæk.