þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun 2014

22. apríl 2014 kl. 11:00

Hágangur frá Narfastöðum og Ingunn Ingólfsdóttir

Síðasta reiðhallarsýning ársins

Nú styttist í síðustu reiðhallarsýningu ársins og stefnir í mikla veislu. Gæðingavalið verður einstakt og munu norðlendingar og vestlendingar heiðra samkomuna með rjómanum úr þeirra ræktun ásamt sunnlendingum. Það eru 10 ár síðan Hágangur frá Narfastöðum kom fyrst fram ásamt hinni fjögurra ára gömlu Ingunni Ingólfsdóttur, þau munu mæta suður og halda uppá tímamótin með okkur hinum;

Atriðin verða betur kynnt síðar en um 10 frábær ræktunarbú hafa boðað komu sína.  Að norðan koma m.a Baldvin Ari Guðlaugsson og Efri-Rauðalækur, Viðar Bragason og hans fólk sýna okkur ræktunina að Björgum, Bjarni Jónasson mætir, Tryggvi Björnssyni kemur m.a. með gæðinginn Þyrlu frá Eyri, ræktunarhópur frá Einhamri og svo má lengi telja.

Fleiri frábær atriði verða kynnt á næstu dögum en nú þegar er dagskráin þétt og vel skreytt stjörnum.

Takið daginn frá, laugardagurinn 26. apríl verður hvergi betur varið en í kósý stemningu í Ölfusinu.