þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræktun 2010 í Ölfushöll

21. apríl 2010 kl. 15:48

Ræktun 2010 í Ölfushöll

Sýning Hrossaræktasamtaka Suðurlands Ræktun 2010 verður haldinn laugardaginn 24. apríl og hefst sýningin kl 20:00.
Fjöldi góðra sýningaratriða, ræktunarbússýningar, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta auk einstaklingssýninga.

Atriði verða kynnt betur þegar nær líður, en eins og kunnugt er hefur kvefpest í hrossum raskað skipulagi hestaviðburða síðustu daga.

Aðgangseyrir er 2.500 kr og frítt fyrir yngri en 16 ára.

Sýningarstjórn.