fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðstefnan Hrossarækt 2014

29. október 2014 kl. 13:47

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allir áhugamenn um hrossarækt velkomni.

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Súlnasal á Hótel Sögu, laugardaginn 8. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allir áhugamenn um hrossarækt velkomnir. Að venju verða ræktunarbú sem skarað hafa fram úr á árinu heiðruð, þar á meðal ræktunarbú ársins og veittar viðurkenningar til heiðursverðlaunahryssna sem og hæst dæmdu einstaklinga ársins. Þá verða flutt fróðleg erindi er varða heilbrigði og velferð hrossa.

 

Aðalfundur Félags hrossabænda fer fram deginum áður og hefst kl. 10 á Hótel Sögu, en hann sitja kjörnir aðalfundarfulltrúar allra níu aðildarfélaga FHB. Þá stóð til að Uppskeruhátíð hestamanna yrði haldin þessa sömu helgi á vegum LH og FHB en henni hefur nú frestað um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna hjá LH.

 

Fagráð í hrossarækt hvetur allt áhugafólk um hrossarækt og hestamennsku til að láta ekki ráðstefnuna framhjá sér fara – koma saman, fræðast og samgleðjast þeim sem skarað hafa framúr í ræktunarstarfinu í ár.

 

Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:

Laugardaginn  8. nóvember 2014

13:00     Setning – Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB
13:10     Hrossaræktarárið 2014 – Niðurstöður kynbótamats
13:30     Heiðursverðlaunahryssur með afkvæmum 2014
14:00     Verðlaunaveitingar:
-Hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)
-Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
-Verðlaun, hæsta litförótta hryssa ársins
14:25     Erindi um tannheilbrigði hrossa – Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir
14:50     Erindi um niðurstöður hófarannsóknar – Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari
15:15     Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2014       
15:30     Kaffihlé
15:45     Umræður