miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðstefna varðandi meðferð hrossa

17. mars 2011 kl. 15:08

Ráðstefna varðandi meðferð hrossa

Alþjóðlega NJF-ráðstefnan ”Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk... en NJF eru samtök búvísindamanna á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Samtökin spanna allt litróf landbúnaðarins og í þeim eru samtals tæplega 2.000 einstaklingar. Meginviðfangsefni samtakanna er að skipuleggja námskeið, ráðstefnur og vinnufundi t.d. til undirbúnings stærri verkefnastyrkja. Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna. Fagsvið ráðstefnunnar verða fjölbreytt og spanna vítt svið: Hross og umhverfi þeirra utandyra. Undir þetta falla m.a. erindi um: - áhrif loftslags á hross - frágangur og hönnun á undirlagi á æfingar- og keppnisvöllum - hræðsluviðbrögð hrossa og hvernig eigi að takast á við þau - hönnun á umhverfi hrossa í stórum útigerðum - hönnun, meðferð og viðhald útigerða - lög og reglugerðir á Norðurlöndunum á þessu sviði - hirðing hrossa í köldu umhverfi Hross og umhverfi þeirra innandyra. Undir þetta falla m.a. erindi um: - einn eða tvo hesta í stíum - gæðaúttektir á hesthúsum - atferli hrossa í lausagönguhesthúsum - hópstíur fyrir folöld - hönnun aðstöðu með slysavarnir manna í huga - hönnun nútíma hesthúsa - hönnun og frágangur gólfa í reiðhöllum - loftgæðaþörf hjá hrossum á húsi - loftræstingu hesthúsa - lög og reglugerðir á Norðurlöndunum á þessu sviði - ný efni í stað hálms sem undirburður - sjálfvirknivæðingu hesthúsa Á ráðstefnunni munu margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar eru: dr. Eileen Fabian Wheeler (Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum), dr. Eva Søndergaard (Agro Food Park, Danmörku), dr. Knut Bøe (Náttúruvísindaháskólanum í Noregi) og dr. Michael Ventorp (Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð). Auk þess eru fjölmargir aðrir fyrirlesarar, m.a. helstu sérfræðingar Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar hrossa. Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku. Ekki láta þessa frábæru ráðstefnu fram hjá þér fara. Skráðu þig á: www.njf.nu eða með því að senda tölvupóst á ráðstefnustjóra hennar (Snorra Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands): snorri@lbhi.is