þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

22. apríl 2013 kl. 11:03

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Eins og flestum mun kunnugt tók nýtt fyrirtæki við flestum þáttum varðandi umsjón íslenskrar hrossaræktar um síðustu áramót, þetta er fyrirtækið Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf., sem er í eigu Bændasamtaka Íslands. Segja má að megin tilgangur þessarar breytingar sé aðskilnaður þjónustu og hagsmunagæslu þar sem nýja fyrirtækið sér um þjónustuþáttinn.

Nær allir ráðunautar BÍ og flestir aðrir starfsmenn fluttust um áramótin yfir til hins nýja fyrirtækis og sinna þar í mörgum tilfellum sambærilegum verkefnum og þeir sinntu áður á vegum BÍ.

Eins og skilja má af framansögðu er nýja fyrirtækið RML fyrst og fremst ráðgjafarfyrirtæki sem á að reka sig að hluta á útseldri ráðgjöf og þjónustu. Gjaldskráin hefur nú verið ákveðin og er hún aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Undir Búfjárrækt – Hrossarækt – Gjaldskrá má finna gjaldskrá yfir hina ýmsu þjónustuþætti hrossaræktarinnar.

Auk utanumhalds á skýrsluhaldi hafa starfsmenn hrossaræktar hjá RML nú á sinni hendi m.a.:

  • Kynbótasýningar.
  • Örmerkingar.
  • DNA – sýnatöku.
  • Gæðastýringu.
  • Ungfolaskoðanir.
  • Námskeiðshald.,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum