þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Punktamót Geysis

12. júní 2014 kl. 14:06

Hestamannafélagið Geysir

Skráningu að ljúka

Punktamót Geysis verður haldið laugardaginn 14.júní á Gaddstaðaflötum við Hellu. Keppt verður í tölti T1, 100m, 150m, 250m skeiði. Skráning er hafin á heimasíðu félagins hmfgeysir.is undir hnappnum skráning. 

Skráningu lýkur fimmtudagskvöld 12.júní kl 23:59 endilega skrá í tíma.

Skráningargjald er 4000kr í tölti og 3000kr í skeiðgreinar og greiðist um leið og skráð er.
Þetta er eitt af síðustu mótum til að ná sér í einkunn og tíma í skeiði til að komast inná Landsmót 2014 sem haldið verður á Gaddstaðaflötum við Hellu í sumar.