föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Púlsinn 2019

Óðinn Örn Jóhannsson
21. febrúar 2019 kl. 08:07

Púlsinn

Á Púlsinn mæta fulltrúar atvinnufólks í ræktun, þjálfun og sýningum hrossa og hestatengdrar ferðaþjónustu og kynna sitt starf með sýnikennslu og almennu spjalli.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands (HS) býður alla velkomna á  Púlsinn 2019, sem haldinn verður í Ölfushöllinni laugardaginn 23.febrúar klukkan 11:00.

Púlsinn 2019 er fagsýning þeirra sem stunda hestamennsku með einum eða öðrum hætti.   Á Púlsinn  mæta fulltrúar atvinnufólks í ræktun, þjálfun og sýningum hrossa og hestatengdrar ferðaþjónustu og kynna sitt starf með sýnikennslu og almennu spjalli. 

Margir landsþekktir knapar og hestar munu koma fram á Púlsinum og má þar nefna til dæmis Gísla Gíslason með Trymbil frá Stóru-Ási sem hlotið hefur 9,01 fyrir hæfileika þar af 10,0 fyrir skeið.
Þór frá Torfunesi sem var  efstur í 5 vetra flokki á Landsmótinu í fyrra mun koma fram fram í kynningu ásamt fleirum mjög athyglisverðum hestum. 

Reiðkennarar og atvinnuknapar verða með sýnikennslu þar sem farið verður yfir mismunandi aðferðir við þjálfun hrossa. Jakob Svavar Sigurðsson heimsmeistari í tölti 2017 mun til dæmis koma með heimsmetshafann í 4vetra flokki stóðhesta Konsert frá Hofi sem hlaut 8,72 í aðaleinkunn aðeins 4 vetra gamall þar af 10,0 fyrir tölt.

Þær stöllur Olil Amble og Mette Mannseth munu einnig vera með afar fróðlegar nálganir í sínum atriðum.  


Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðaráðherra mun setja samkomuna kl 11:00 og Dr. Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML mun slíta henni.  Áætluð samkomulok er 16:00.

Ítarlegri dagskrá mun líta dagsins ljós þegar nær dregur helgi.

 

Kveðja

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands