þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pub qiz hestamannafélaganna á Vesturlandi

11. október 2013 kl. 10:19

12. október

Næstkomandi laugardag, þ.e. þann 12. október fer fram PUB QUIZ eða spurningakeppni hestamannafélaganna á Vesturlandi. Keppnin fer fram á Kollubar á Hvanneyri. Húsið opnar kl. 20:00 og keppni hefst kl. 20:30. Að sjálfsögðu mætir þarna öflugt lið frá Glað. Liðsstjóri er hinn þekkti spurningakeppnifrömuður „Einar íþrótta“ og með honum í liði eru „Siggi von Wassen“ og „Skjöldur okkar (sverð og sómi?)“ en eins og allir Dalamenn vita eiga þeir báðir að baki glæstan og blóði drifinn feril á vígvelli spurningakeppnanna. Að sjálfsögðu hafa þessir kappar verið settir afsíðis í þjálfunarbúðir þar sem fram fara stífar æfingar og m.a. hefur frést að símaskráin sé þar utanbókarlærdómur!