miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Prinsessur, Tíguldrottning og Svíadrottning

12. nóvember 2014 kl. 13:19

Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra-Hofi áttu glæsisýningu

Algengustu hryssunöfnin í fyrra.

Algengasta hryssunafnið í fyrra var Stjarna en 20 Stjörnur eru skráðar í WorldFeng. Þar er einnig hægt að sjá nokkrar prinsessur, eina Svíadrottningu og eina Tíguldrottningu. 

Nöfn úr goðafræði eru vinsæl en skráðar eru 18 Freyjur og 9 Frigg. Þarna er hægt að sjá frægar kvenpersónur á borð við Pamelu, Ronju Ræningjadóttur og Þorgerði Katrínu. Einnig koma fyrir fræg hljómsveitarnöfn á borð við Skálmöld, Sigurrós og Upplyfingu.

Algengast er að fólk velji gamal gróin nöfn sem hafa þótt vinsæl í gegnum árin en þó kemur fyrir að fólk velji nöfn sem eru sjaldséð, nöfn á borð við Mildríður, Henrýetta, Himinbornadís, Íronía Mist, Munkahetta og Trapisa.

Algengustu hryssunöfn árins 2013

Stjarna 20
Freyja 18
Elding 16
Embla 16
Ósk 16 
Drottning 15
Hátíð 15
Fiðla 14
Von 14
Gola 13
Hekla 12
Líf 11
Sól 11