sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Prins frá Knutshyttan slær Íslandi við

14. júní 2011 kl. 20:35

Prins frá Knutshyttan er hæst dæmda íslenska kynbótahross heims það sem af er dómsárinu. Mynd/hestafrettir.se

Stikkorð

Knutshyttan  • Prins

Hæst dæmda kynbótahross ársins

Sænsk-íslenski stóðhesturinn Prins frá Knutshyttan fór í rosadóm á kynbótasýningu í Wången í Svíþjóð í gær. Hann hlaut 8,88 fyrir sköpulag, 8,69 fyrir kosti og í aðaleinkunn 8,77.

Þar með skaut hann þeim Þóru frá Prestsbæ (8,75) og Kiljan frá Steinnesi (8,71) aftur fyrir sig í aðaleinkunn og er nú hæst dæmda kynbótahross ársins í FEIF löndunum það sem af er dómsárinu.

Prins er undan Flipa frá Österåker, Hrafnssyni frá Holtsmúla, og Nótt frá Knutshyttan, Baldursdóttur frá Bakka. Hann er með 9,5 fyrir háls og brokk. Hann er með 9,0 fyrir samræmi, hófa, stökk, vilja, fegurð og hægt stökk. Sýnandi Vignir Jónasson.