miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Prinsessa sem elskar dekur

3. júlí 2014 kl. 09:55

Ellen María og Lyfting

Ellen María og Lyfting mæta í A-úrslit í ungmennaflokki.

Ellen María Gunnarsdóttir komst í A-úrslit í ungmennaflokk á merinni Lyftingu frá Djúpadal í gær. Þær eru reynt par á keppnisvellinum og voru einnig í A-úrslitum í Reykjavík 2012. Ellen María hefur þjálfað Lyftingu í 5 ár.,,Sýningin tókst næstum alveg, fetið og stökkið hefðu mátt vera aðeins betra en annars var þetta gott,” segir Ellen María eftir að hafa fengið einkunina 8,52 í millriðlinum og annað sætið. Lyfting er í miklu uppáhaldi í hesthúsinu og elskar að láta dekra við sig að sögn Ellenar Maríu. Eftir Landsmótið taka við ný verkefni hjá hryssunni þar sem hún fer í sæðingar.