laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pjetur nýr formaður HÍDÍ

28. janúar 2012 kl. 17:12

Pjetur nýr formaður HÍDÍ

Aðalfundur HÍDÍ var haldinn þann 23.janúar s.l. í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Alls mættu 31 félagsmenn, fundarstjóri var Sigurbjörn Bárðason.

 • Skýrsla fráfarandi formanns, Gylfa Geirssonar, var kynnt og reikningar félagsins samþykktir án athugasemda.
 • Laun dómara fyrir árið 2012 voru rædd og breytingartillaga samþykkt einróma.
                      Héraðsdómari   kr. 2.500 pr/klst
                      Landsdómari     kr. 3.000 pr/klst
                      Alþjóða dómari   kr. 3.500 pr/klst
                      Útkall dómara   kr. 15.000
 • Ný stjórn var kosin og hana skipa:
                     Pjetur N. Pjetursson, formaður
                     Berglind Sveinsdóttir, meðstjórnandi
                     Ólöf Guðmundsdóttir meðstjórnandi
 
 • Gylfi Geirsson gaf ekki kost á sér áfram sem formann HÍDÍ var honum þakkað sérstaklega fyrir þau 10 ára sem hann hefur gengt embættinu.
 • Önnur mál:
  Hulda G. Geirsdóttir kynnti fyrir félagsmönnum ráðstefnu fyrir alþjóðadómara sem haldin verður í Mosfellsbæ 13.-14.apríl. Einnig kynnti hún að nýr leiðari væri í burðarliðum en það er sportnefnd FEIF sem er með þau mál á sinni könnu.
  Sigurður Ævarsson benti á að skýra þarf fyrir mótshöldurum að nota rétta flokka í SportFeng við skráningu móta og að úrslit séu rétt riðin - T1, T3 o.s.frv. Sigurður kom einnig með þá hugmynd að það þyrfti að koma á einhverskonar eftirlitskerfi með dómstörfum.
  Komið var með hugmyndir að fá fleiri norðan-dómara að dæma fyrir sunnan og öfugt og féll það í góðan farveg.
  Gylfi sagði okkur frá hugmyndum sem væru í gangi að koma á einhverskonar jöfnunarsjóði sem komi á móts við hestamannafélög varðandi niðurgreiðslu á akstri dómara þegar það á við.
 
Þökkum þeim félagsmönnum sem náðu að koma þrátt fyrir slæmt veður og færð.
 
Með kveðju,
Stjórn HÍDÍ