laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Piltur horfinn á braut

odinn@eidfaxi.is
25. febrúar 2014 kl. 13:36

Piltur frá Hæli sonur Krumma frá Blesastöðum og Sneglu frá Skagaströnd

Enn fréttir af stóðhestum

Talsvert hefur verið fjallað hér á vefnum um hesta sem horfnir eru á braut og enn fréttist af brottfluttum úrvalsstóðhestum.

Piltur frá Hæli er einn þeirra en hann er sonur Kraflarssonarins Krumma frá Blesastöðum sem einnig er fluttur út. Móðir Pilts er Snegla frá Skagaströnd, en þekktasta afkvæmi hennar er vafalaust stóðhesturinn Smári frá Skagaströnd sem getir hefur af sér fjölda afbragðsafkvæma.

Piltur hlaut sinn hæsta kynbótadóm á Héraðssýningu á Vesturlandi árið 2012 en þá hlaut hann 8,13 fyrir sköpulag og 8,20 fyrir kosti sem gerir 8,17 í aðaleinkunn. Hæstu einkunnir hans eru 8,5 fyrir samræmi, hófa, tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið.

Piltur hefur nú yfirgefið fósturlandið og haldið á vit nýrra ævintýra í Þýskalandi.