miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pétur Vopni og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum sigruðu

25. febrúar 2011 kl. 01:38

Pétur Vopni og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum sigruðu

Pétur Vopni Sigurðsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum fóru með sigur af hólmi í töltkeppni KEA mótaraðarinnar fram fór í Top Reiter höllinni í kvöld. Að sögn keppnishaldara var mikil stemmingí höllini og úrslitakeppnin æsispennandi. Helga Árnadóttir og Þruma frá Akureyri sigruðu B-úrslit og tryggðu sér svo þriðja sæti í A-úrslitum. Eyjólfur Þorsteinsson þurfti að sætta sig við 5 sæti keppninnar, eftir að hestur hanns missti skeifu í A-úrslitum.

Hér eru úrslit mótsins:

A – úrslit

1. Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum – 7,06
2. Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Týr frá Litla-Dal – 6,89
3. Helga Árnadóttir / Þruma frá Akureyri – 6,56
4. Jón Björnsson / Blær frá Kálfholti – 6,22
5. Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi – missti skeifu

B-úrslit

1. Helga Árnadóttir / Þruma frá Akureyri – 6,83
2. Baldvin Ari Guðlaugsson / Röst frá Efri-Rauðalæk – 6,50
3. Stefán Friðgeirsson / Saumur frá Syðra-Fjalli I – 6,44
4. Þórhallur Dagur Pétursson / Fontur frá Feti – 6,39
5. Guðmundur Karl Tryggvason / Flugar frá Króksstöðum – 6,28