laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Peningaverðlaun á WR móti Harðar

24. apríl 2015 kl. 13:48

Þrír heimsmeistaradómarar að störfum í Mosfellsbæ.

WR íþróttamót Harðar hefst fimmtudaginn 30. apríl á keppni í 100m, 150m og 250m skeiði en veitt verða peningaverðlaun fyrir efstu sæti greinanna; 50.000 kr. fyrir sigurvegara og 25.000 kr fyrir 2. verðlaun í 100metra skeið.

Fimm alþjóðlegir dómarar dæma á mótinu og þar á meðal þrír sem munu dæma á Heimsmeistaramótinu í Herning í sumar. Við minnum á að skráningu lýkur á miðnætti 27.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði.