fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Peningaverðlaun á opnu Barkamóti 2011

11. mars 2011 kl. 14:36

Peningaverðlaun á opnu Barkamóti 2011

Nú styttist í hið geysivinsæla Barkamót, sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal, laugardaginn 19. mars...

Keppendum á Barkamótinu fjölgar ár frá ári og voru tæplega hundrað skráðir til leiks í fyrra. Hart var barist um efstu sætin, enda til mikils að vinna.  Þátttaka á Barkamótinu 2011 er öllum opin. Keppt er í tölti í þremur flokkum: 17 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til keppni, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn til úrslitakeppni.

Peningaverðlaun eru fyrir tvö efstu sætin í opnum flokki og fyrsta sætið í áhugamannaflokki. Marstall fóðurbætir er í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í 17 ára og yngri flokki. Barki ehf. gefur öll verðlaun á mótinu. Efsta sætið í opnum flokki tryggir að auki farseðil á ísmótið „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram laugardaginn 2. apríl í Skautahöllinni í Laugardal.

Skráning fer fram
Þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00 – 21:00 í Reiðhöllinni. Einnig hægt að skrá í síma 567-0100, 898-8445 gegn því að gefa upp kortanúmer fyrir skráningargjöldunum sem eru kr. 3.000 á skráningu en kr. 2.000 fyrir 17 ára og yngri.

Við skráningu þarf að:
1.    gefa upp kennitölu knapa;
2.    gefa upp IS númer hests;
3.    greiða skráningargjaldið.
4.     upp á hvora hönd riðið er

Við lofum blíðskaparveðri og stemmningu í Reiðhöllinni. Fjölmennum á Barkamót.

Með hestakveðju,
íþrótta- og mótanefnd Fáks