laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Patrik kveður

5. febrúar 2014 kl. 13:05

Patrik frá Reykjavík

Fleiri gæðingar fara út landi

Patrik frá Reykjavík fór til Sviss í dag en Patrik vakti mikla athygli árið 2011. Lena Zielinski ræktaði Patrik og sýndi hann á LM2011.

Patrik er undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Perlu frá Ölvaldsstöðum en Perla á fimm fyrstu verðlauna afkæmi. Patrik er hæstur af systkinum sínum með 8.46 í aðaleinkunn en systkyni hans eru t.d. Prinsinn frá Efra-Hvoli (8.25), Pandra frá Reykjavík (8.27) og Prýði frá Auðsholtshjáleigu (8.11). 

Sköpulag
Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7
Hófar 8.5
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.09

Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 9.5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar  8.71
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7.5

Aðaleinkunn  8.46