sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páskatölt Léttis

3. apríl 2012 kl. 10:26

Páskatölt Léttis

Páskatölt Léttis verður haldið 5. apríl nk. í Top Reiter höllinni og hefst mótið kl. 16.

 
"Keppt verður í tölti T7, riðið verður uppá vinstri hönd á hægu tölti, snúið við og riðið tölt á frjálsum hraða uppá hægri hönd. 2-3 verða inná í einu, mótinu verður stjórnað af þul.
Mótinu verður styrkleikaskipt í 3 flokka A – B – C og velur knapinn sjálfur í hvaða flokki hann skráir sig í. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir hverja skráningu og er gjaldið greitt á staðnum. Skráning er á lettir@lettir.is til kl. 21:00 miðvikudaginn 4. apríl, fram þarf að koma nafn knapa og í hvaða flokk hann er að skrá sig ásamt nafni, lit og aldri hests.
Ráslistar verða birtir fyrir miðnætti miðvikudaginn 4. apríl. Hvetjum alla til að vera með og hafa gaman af," segir í tilkynningu frá mótanefnd Léttis.