sunnudagur, 21. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páskasýning Rangárhallarinnar

27. mars 2015 kl. 15:19

Ómur frá Kvistum styrkir aftur stöðu sína í kynbótamatinu.

Ómur frá Kvistum mætir.

 
„Enn eru stórstjörnur að bætast í þann hóp hrossa sem sýnd verða á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna í Rangárhöllinni á skírdagskvöld. Nú hefur verið staðfest að gæðingurinn og landsmótssigurvegarinn Ómur frá Kvistum mun mæta og verður hann til sýnis í reiðhöllinni. Ómur er landsþekktur stóðhestur og gæðingur; hann hefur hlotið feiknaháan kynbótadóm, því þegar Þórður Þorgeirsson sýndi hann á Landsmóti 2008 fékk hann 8,61 í aðaleinkunn og þarf af fyrir hæfileika 8.85.
 
Ómur stimplaði sig svo aftur vel inn á Landsmóti 2011 þegar hann sigraði í A-flokki gæðinga, og var knapi hans þá Hinrik Bragason.
 
Þá er Ómur heldur betur farinn að minna á sig sem kynbótahestur, því fjölmörg afkvæmi hans eru nú farin að vekja athygli á kynbótasýningum. Þar ber hæst tvö hross sem má segja að hafi verið  meðal helstu stjarna  ársins 2014; stóðhesturinn Konsert frá Hofi, sem sigraði í flokki 4ra vetra stóðhesta, og svo hestagullið Sif frá Akurgerði, sem sigraði í flokki 5 vetra hryssa.  Konsert var hæst dæmda kynbótahross ársins 2014 og  hlaut þá fáheyrðu einkunn fyrir 4ra vetra fola 8.72 og Sif hlaut 8.47 í aðaleinkunn þarf af  glæsieinkunnina 8.81 fyrir kosti aðeins 5 vetra! Knapi á Konsert var Agnar Þór Magnússon  og knapi á Sif var Fanney Guðrún Valsdóttir.
 
Það er því kjörið tækifæri fyrir hryssueigendur og aðra áhugasama hestamenn að koma og líta á Óm í návígi og fá að ræða við Ólaf Ásgeirsson bústjóra á Kvistum um hestinn,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.