miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páskasýning í Rangárhöllinni

8. mars 2016 kl. 09:43

Stórsýning

Stórsýning sunnlenskra hestamanna.

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 24.mars, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu stórsýning sunnlenskra hestamanna. Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og ættu allir hestaáhugamenn að fá eitthvað fyrir sinn snúð á þessari sýningu.

Sýningin var haldin í fyrra og þótti mjög vel heppnuð og var vel sótt af áhorfendum. Mörg af þeim hrossum sem komu fram á sýningunni í fyrra áttu eftir að láta að sér kveða í sýningum og keppni árið 2015. Má þar nefna heimsmeistarann í tölti Kristínu Lárusdóttur og Þokka frá Efstu-Grund, hæst dæmdu klárhryssu allra tíma Sendingu frá Þorlákshöfn og afkvæmi Álffinns frá Syðri-Gegnishólum en hann lét að sér kveða sem kynbótahestur á síðastliðnu ári. Sýningin í ár verður ekki viðaminni og eru atriði að taka á sig mynd. Kynning á því sem fram fer á sýningunni ásamt öðrum tilkynningum má nálgast inn á Facebook viðburði á slóðinni : https://www.facebook.com/events/825253240913217/

Allir þeir hestamenn sem telja sig geta lagt sýningunni lið með skemmtilegum atriðum er bent á að hringja í eftirfarandi númer:

866-2632 – Eiríkur Vilhelm
849-4505 - Gísli Guðjónsson

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu þann 24.mars