sunnudagur, 21. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páskasýning í Rangárhöllinni

25. mars 2015 kl. 10:15

Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson

Stormur frá Herríðarhóli mætir ásamt fleiri gæðingum.

 

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 2.apríl, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu stórsýning sunnlenskra hestamanna. Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun en atriðin á sýningunni eru af öllum toga. Hátt dæmdir stóðhestar og merar í bland við minna reynd hross.

Sem dæmi má nefna er að þrefaldur Íslandsmeistari og landsmótsmeistari í tölti Stormur frá Herríðarhóli og knapi hans Árni Björn Pálsson heiðra sýninguna með nærveru sinni. Keppnishestabú ársins 2014, Þóroddsstaðir mætir með gæðinga sína og er víst að þar fara afkastahross sem geta glatt augað. Systkinin á Sunnuhvoli þau Arnar Bjarki,Glódís Rún og Védís Huld eru löngu orðin þekkt í hestaheiminum og ætla þau ekki að láta sitt eftir liggja á þessari sýningu. Kristín Lárusdóttir nýkrýnd ísdrottning mætir með hinn magnaða Þokka frá Efstu-Grund. Þetta er aðeins brot af þeim stórgóðu atriðum sem hestaáhugamenn fá á sinn veisludisk þetta kvöld. Fleiri atriði verða auglýst þegar nær dregur sýningu.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu þann 2.apríl.

húsið opnar klukkan 19:00 og sýningin hefst svo klukkan 20:00