mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páskamót Geysis

23. mars 2010 kl. 09:41

Páskamót Geysis

Opið Þrígangsmót verður haldið á skírdag, fimmtudag 1.apríl 2010 kl 20:00 í Rangárhöllinni á Hellu. Keppt verður í fimm flokkum þ.e. barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, áhugamannaflokkur og opinn flokkur. Þrígangurinn er fegurðartölt, brokk og hægt stökk.

Skráning verður á staðnum kl 19:00 - 19:45 og er þátttökugjaldið 2000 kr í alla flokka.

Byrjum nú páskana með skemmtilegu opnu og frjálslegu þrígangsmóti Geysis. Hittumst hress.


Styrktaraðilar:

  • Arabær
  • Hrólfsstaðahellir
  • Miðkot
  • Sandhólaferja
  • Syðri-Úlfsstaðir


 

Vetrarmótanefnd Geysis