laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páll Bragi liðstjóri NM2010

19. apríl 2010 kl. 14:05

Páll Bragi liðstjóri NM2010

Páll Bragi Hólmarsson, hrossaræktandi og tamningamaður í Austurkoti, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir Norðurlandamót. Norðurlandamótið verður haldið í YPÄJÄ í FINNLANDI dagana 4.-8.ágúst 2010. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni www.nc2010.fi
 
Páll Bragi er vel þekktur í hestaheiminum og margreyndur knapi. Hann hefur verið liðstjóri fyrir hönd annarrra þjóða áður, býr yfir mikilli reynslu og þekkir vel til í Finnlandi sem og víðar.

Landssamband hestamannafélaga óskar Páli Braga innilega til hamingju með ráðninguna og óskar honum góðs gengis.

Umsóknarferli fyrir þá knapa sem hafa áhuga á að taka þátt á Norðurlandamóti verður auglýst næstu daga. Fylgist með á heimasíðu LH, www.lhhestar.is