mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Páll Bragi landsliðseinvaldur fyrir NM2010

21. apríl 2010 kl. 10:56

Norðurlandamótið haldið í Finnlandi

Páll Bragi Hólmarsson, hrossabóndi og tamningamaður í Austurkoti, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fyrir NM2010, sem verður haldið í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8. ágúst. Páll Bragi er ekki ókunnugur Norðurlandamótum, varð meðal annars Norðurlandameistari í fimmgangi og slaktaumatölti á NM2000 í Noregi á stóðhestinum Ísaki frá Eyjólfsstöðum.

Hann hefur einnig keppt á heimsmeistaramótum fyrir Ísland, varð meðal annars fimmti í tölti á HM´97 í Noregi á Hrammi frá Þóreyjarnúpi. Þá hefur Páll Bragi starfað mikið í Finnlandi við reiðkennslu og kynningu á íslenska hestinum. Má því segja að hann sé á heimavelli þar. „Þetta leggst vel í mig. Þetta er spennandi og krefjandi verkefni og ég lít á það sem heiður að til mín skuli hafa verið leitað,“ segir Páll Bragi Hólmarsson, nýr landsliðseinvaldur.