þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pála frá Hlemmiskeiði best af ungu hryssunum

27. júní 2012 kl. 18:08

Pála frá Hlemmiskeiði 3. Knapi Þórður Þorgeirsson. Mynd/Kobrún Grétarsdóttir

Með 9,0 fyrir skeið og vilja 4 vetra

Pála frá Hlemmiskeiði 3 er efst í 4 vetra flokki hryssna eftir fordóm á LM2012 með 8,24 í aðaleinkunn. Hún er með 8,31 fyrir sköpulag og tekur mikið stökk í hæfileikum frá því í forskoðun, hækkar úr 7,78 og 8,19. Er með 9,0 fyrir skeið og vilja.

Pála er undan Dröfn frá Nautaflötum, Ófeigsdóttur frá Flugumýri, og Stála frá Kjarri. Eigandi og ræktandi er Inga Birna Ingólfsdóttir.