miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óvissuferð Æskulýðsdeildar á laugardaginn

6. apríl 2010 kl. 15:29

Óvissuferð Æskulýðsdeildar á laugardaginn

Á laugardaginn kemur, 10. apríl, ætlum við að fara í Óvissuferð eina mikla. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 10:00 frá Félagsheimilinu, sem þýðir að það er mæting kl. 9:45. Áætluð heimkoma verður milli kl. 15:00 og 16:00.

Ferðin kostar 1500 kr. á manninn og innifalið í því verði er rútuferðin, nesti, aðgangseyrir og snarl á einum áfangastaða okkar. Ekki verður farið í sund að þessu sinni.

Nauðsynlegt er að foreldri eða forráðamaður fylgi börnum undir 8 ára aldri. Af gefnu tilefni viljum við taka fram að í ferð sem þessari er nauðsynlegt að ferðalangarnir sýni stillingu og kurteisi við hvort annað og viljum við beina því til foreldra að þeir brýni það fyrir börnum sínum.

Við ætlum að hafa mikið gaman í þessari ferð og vera hestamannafélaginu okkar til sóma!

Nú, til þess að allir fái pláss í rútunni og nesti (og nýja skó) í ferðalaginu, biðjum við foreldra að skrá börnin sín til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið fakurbogu@simnet.is sem allra fyrst en fyrir kl. 18:00 á fimmtudagskvöldið kemur, 8.apríl. Þar þarf að koma fram nafn barns, aldur og símanúmer forráðamanns.

Að lokum brýnum við fyrir foreldrum að senda börnin sín vel klædd í ferðalagið.

Sjáumst í miklu stuði á laugardaginn kemur!