þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Óvenju frísk á fótunum"

8. febrúar 2015 kl. 12:31

Afrek Árna eru mörgum kunn en hann hlaut titilinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna í janúar.

Knapi ársins er komin með nýjan gæðing í hendurnar.

Knapi ársins 2014, Árni Björn Pálsson hefur tekið við þjálfun gæðingshryssunnar Síbíl frá Torfastöðum.

Að sögn Árna Björns er stefnan að þjálfa hana fyrir væntanlega þáttöku í keppni og nefnir hann Landsmót 2016 í því samhengi. Árni Björn segir hryssuna mikinn gæðing. ,,Hún er með óvenjulegan háls, ofsalega léttbyggð og óvenju frísk á fótunum."

Síbíl vakti athygli í fyrra undir stjórn Hans Þórs Hilmarssonar í fyrra. Þau sigruðu tvo flokka á Ís-landsmótinu á Svínavatni auk þess að verða í 2. sæti ísmótsins Hinna allra sterkustu. Hún var sýnd í kynbótadómi á Landsmótinu á Hellu og hlaut hún þá 8,34 í aðaleinkunn, og fékk þá hæst 9,5 fyrir tölt og háls/herðar/bóga.

Afrek Árna eru mörgum kunn en hann hlaut titilinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna í janúar. Stærstu sigrar Árna á árinu 2014 voru sigrar hans í tölti á Landsmóti hestamanna Hellu í sumar með einkunnina 9,39 og á Íslandsmótinu í hestaíþróttum með sömu einkunn  á stóðhestinum Stormi frá Herríðarhóli  Hann var samanlagður sigurveigari í meistardeildinni í hestaíþróttum og náði mjög góðum árangri í öllum skeiðgreinum á Íslandsmóti. Árni Björn sýndi 61 kynbótasýningu á árinu, allar á Íslandi. Af þessum sýningum sýni hann 82% til  fyrstu verðlaun eða 50 sýningar. Meðaleinkunn sýninga hjá honum er 8,18.

Viðtal við knapa ársins, Árna Björn Pálsson, má finn í 2. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í lok mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.