miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óvænt úrslit í fjórgangi

25. febrúar 2012 kl. 15:44

Óvænt úrslit í fjórgangi

Úrslit fjórgangskeppni Heimsbikarmótsins var jöfn og æsispennandi. 

 
Á hægu tölti var ljóst hverjir gerðu atlögu að bikarnum, Anne Stine Haugen á Muna frá Kvistum og Jóhann Skúlason á Hnokka frá Fellskoti og Frauke Schenzel á Tígli vom Kronshof fengu þá öll 8,33.
 
Frauke og Tígull tóku svo forystuna með listaflottri sýningu á brokki, fékk 8,17 og með jafnri og góðri fyrirmyndarsýningu á stökki, feti og greiðu tölti hélt hún henni allt til enda þó Jóhann og Hnokki hafi farið mikinn á yfirferðinni, uppskáru langhæstu einkunn keppenda - 9,17 og tryggðu sér þar með bronsið með 7,43 í lokaeinkunn.
 
Silfrið fór til ríkandi heimsmeistara í greininni Anne Stine og Muna með 7,70 í lokaeinkunn.
 
Frauke og Tígull voru þó vel af sigrinum komið, hlutu í lokaeinkunn 8,03.