föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óútskýrður munur milli landa

odinn@eidfaxi.is
8. janúar 2014 kl. 08:41

Kynbótasýningar

Tillaga til að samræma dóma.

Á aðalfundi Félags Hrossabænda var samþykkt tillagaþar sem skorað er á stjórn félagsins að beita sér fyrir því að samræmi gæti í kynbótadómum hér álandi og erlendis.

Þar kemur fram að menn telji óútskýrðan mun vera á einkunnum hér heima og úti og vilja menn vinna gegn þessari þróun.

Þó er sagt í tillögunni að munur sem þessi sé einnig hér á landi og því vildu fundarmenn að stjórnin beitti sér fyrir samræmdara vinnulagi og að samþykktum fagráðs og hrossaræktarráðunauts sé alls staðar eins framfylgt.

Eins er lagt til í þessari tillögu að vinna áfram að því að alltaf sé einn íslenskur dómari í hverri dómnefnd sem dæmir utan Íslands.

Hér er tillagan:

Aðalfundur Félags hrossabænda beinir því til stjórnar að hún beiti sér fyrir því að 

Fagráð standi vörð um að framkvæmd kynbótasýninga og að stöðlun 

sýningaraðstæðna sé hin sama hérlendis og erlendis. Jafnframt geri Fagráð tillögur 

sem miði að því ráða bót á meintu misræmi í dómum frá einni sýningu til annarrar 

og stuðli að trúverðugri jafnstöðu allra dóma sem fara inn í Worldfeng. 

Greinargerð: Það hefur talsvert borið á því að hross sem hlotið hafa þokkalegan 

kynbótadóm hérlendis hafi snarhækkað á sýningum erlendis innan sama árs. 

Dæmi um slíkan óútskýrðan mun er einnig að finna á milli sýninga hérlendis. Þetta 

vekur upp þá kröfu að allir sýningarhaldarar sitji við sama borð og hlíti ákvörðun 

hrossaræktarráðunautar eða Fagráðs um skipan dómnefnda. Gera á þá 

lágmarkskröfu að minnsta kosti einn íslenskur dómari dæmi á öllum sýningum 

erlendis. Verði misbrestur á þessu, fari dómarnir ekki inn í WorldFeng.