föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ötull frumkvöðull

9. febrúar 2015 kl. 22:43

Arinbjörn og Claudia huga að unghrossum. Gígja Dögg mundar myndavélina.

Arinbjörn Jóhannsson í Brekkulæk hefur skipulagt hestaferðir í yfir 30 ár.

Fregnkonur Eiðfaxa voru á ferðinni í Miðfirði í dag. Þær komu m.a.við hjá Arinbirni Jóhannssyni og Claudiu Hofmann sem reka ferðaþjónustufyrirtæki í Brekkubæ.

Arinbjörn hefur verið ötull talsmaður íslenskra hestaferða í yfir 30 ár og farið með erlenda ferðamenn, flesta Þjóðverja, um náttúru Íslands á hestum síðan árið 1979. Þá hefur hann kynnt starfsemi  sína og íslenska hestinn á hinum ýmsu hestasýningum víða um Þýskaland í áratugi. Hann er því enginn aukvisi og hefur góðan skilning á möguleikum íslenskrar hestamennsku.

Viðtal við Arinbjörn Jóhannsson má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.