föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ósýnilegir hjálmar

2. desember 2013 kl. 08:45

Hövding helmet

virka svipað og loftpúðar í bílum.

Það er að koma á markaðinn lausn fyrir þá sem geta ekki af einhverjum ástæðum verið með hjálm en það eru svokallaðir Hövding helmet. Tvær sænskar konur hafa hannað ósýnilegan hjálm samkvæmt vefsíðunni Jalopnik.

Þær voru orðnar þreyttar á því að vera með ljóta, plasthjálma á höfðinu og í kjölfarið fengu þær frábæra byltingarkennda hugmynd sem gerir það að verkum að þær þurfa ekki að vera með neitt á höfðinu en eru samt varðar. Þær fengu sérfræðinga með sér í lið og hafa unnið að ósýnilegu hjálmunum í sjö ár.

Hægt er að sjá myndband hér þar sem við sjáum hvernig Hövding helmet virkar og það er óhætt að mæla með því að allir skoði myndbandið.