þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ösp er mögnuð stofnhryssa

odinn@eidfaxi.is
27. júní 2014 kl. 10:51

Ölnir frá Akranesi hlaut 8,67 í aðaleinkunn 5 vetra á Sörlastöðum.

Efstu 5 vetra stóðhestarnir

Efsti stóðhesturinn í 5 vetra flokki er eitt af börnum Glotta frá Sveinatungu sem gert hafa það gott í kynbótabrautinni. Ölnir frá Akranesi er úr rækun Smára Njálssonar á Akranesi en hann ræktaði líka Þey frá Akranesi sem var annar á LM2006 í 5 vetra flokki. Smári hefur sýnt með þessu hve mögnuð stofnahryssan hans Ösp frá Lágafelli er.

Móðir Ölnis er Markúsardóttirn Örk frá Akranesi dóttir fyrrnefndar Aspar. Örk hlaut sjálf 8,35 í aðaleinkunn en þrjú afkvæmi hennar hafa verið sýnd og öll hlotið 1.verðlauna dóm.

Ölnir var sýndur 4 vetra gamall í 8,33 í aðaleinkunn en nú í vor hlaut hann 8,67 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,39 en hann hefur 8,5 fyrir alla þætti sköpulags nema 7,5 fyrir haus og 8,0 fyrir bak. Kostirnir eru talsvert mjög jafnir en hæst hlýtur hann fyrir vilja/geðslag 9,5 en 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.

 

Hér er listi yfir efstur hesta í 5 vetra flokki eftir vorsýningar:

 

8.67    Ölnir frá Akranesi

8.57    Hersir frá Lambanesi

8.56    Þórálfur frá Prestsbæ

8.45    Skaginn frá Skipaskaga

8.41    Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði

8.4       Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum

8.38    Mímir frá Hamrahóli

8.37    Sökkull frá Dalbæ

8.37    Vökull frá Efri-Brú

8.31    Atlas frá Skipanesi

8.30    Hringur frá Gunnarsstöðum I