laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskar frá Blesastöðum á Ræktun 2010

23. apríl 2010 kl. 09:05

Óskar frá Blesastöðum á Ræktun 2010

Stólpagæðingurinn Óskar frá Blesastöðum kemur fram á Ræktun 2010 á morgun laugardaginn 24.apríl en sýningin hafst kl.20.00.

Óskar vakti mikla athygli síðasta sumar þargar hann var sýndur í kynbótadómi en hann hlaut 8,22 í aðaleinkunn og þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 9,5 fyrir  hægt tölt og stökk. Óskar er undan Töfra frá Kjartansstöðum og Váksdótturinni Dúfu frá Skeiðháholti en hryssur undan Vák hafa verið að gera það gott í ræktun.

Annar hestur undan Váksdóttur kemur fram en það er Loki frá Selfossi en hann hefur hlotið 8,23 í aðaleinkunn og þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og feg.reið en 9,5 fyrir stökk. Loki sló rækilega í gegn í Meistaradeild Vís þar sem Sigurður Sigurðarsson keppti á honum í fjórgangi og þrátt fyrir ungan aldur þá komust þeir félagar á verðlaunapall í mjög sterkri fjórgangskeppni. Loki er eins og fyrr segir undan Váksdótturinni Sturlu frá Brúnastöðum og Smára frá Skagaströnd.