laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskað eftir stóðhesti

14. mars 2015 kl. 10:00

Litli-Garður var valið hrossaræktunarbú ársins 2014 hjá HEÞ. Hér er Stefán Birgir og Gangster frá Litla-Garði.

HEÞ vill leigja 1. verðlauna stóðhest í sumar.

Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga auglýsir eftir 1. verðlauna stóðhesti til leigu fyrir fyrra timabil sumarsins 2015.

"Þeir er hafa yfir hesti að ráða og vilja leigja hann eru beðnir að senda upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu.

Upplýsingar skulu sendar á netfangið einar@krummi.is fyrir 1.apríl nk," segir í tilkynningu frá stjórn  HE.