mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskað eftir hrossum

24. september 2013 kl. 17:35

Hólaskóli leitar að hrossum fyrir grunnþjálfunar áfangann

Hólaskóli hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar, sem 2. árs nemar við hestafræðideild hafa annast undir handleiðslu reiðkennara skólans.

Nú er kallað eftir hrossum í grunnþjálfun á síðari hluta haustannar 2013. Tímabilið er 21. október - 14. desember.

Í grunnþjálfun er megináhersla lögð á að gera hrossin góð í beisli, þjálfa samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga, sem og gangsetningu. Enn fremur uppbyggingu þreks, jafvægis og vilja.
Forkröfur: Grunnþjálfunin er framhald frumtamningar. Trippin skulu vera vel reiðfær utan dyra og teymast vel með manni. 
Til að tíminn nýtist sem best, þurfa trippin helst að koma járnuð, og í nokkurri þjálfun. Ákjósanlegt er að búið verði að heyja þau aðeins.
Kostnaður - fyrir allt tímabilið (ber ekki virðisaukaskatt), er kr.75.000.
Innifalið: Allt uppihald, auk járninga (ef þarf) og ormalyfsgjafar.

Þeim sem hafa hug á að koma hrossum að  í grunnþjálfun á þessu tímabili, er bent á að leggja inn pöntun sem allra fyrst. Pantanir skulu skráðar í þetta eyðublað hérna.